Þunglyndi er dauðans alvara!

Það vantar skilning hér á Íslandi um þunglyndi. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því að fólk með þunglyndi er með sjálfsvígs hugsanir daglega og kvíða. Hvað er hægt að gera til að eyða þessum fordómum. Jú, það þarf að tala um þessi veikindi á opinskáan hátt svo hægt sé að grípa inní þegar að illa fer. Fordómar eru versti óvinur þeirra sem þjást af þunglyndi og einnig er skilningaleysi vaxandi vandamál. Fólk álítur þunglyndi sem leti sem er fáfræði um þessi veikindi. Það þarf að fræða fólk meira um sjúkdóminn og geðsjúkóma yfir höfuð.

Það þarf að fá að komast á einhvern öruggan stað eins og t.d. Save House eða einhverja álíka staði. Fyrir þá sem þekkja ekki Save House að þá má benda á Hugarafls síðuna en þar er mikill fróðleikur um geðsjúkdóma, umburðarlyndi og jafningja grundvöllinn. Þetta hefur reynst mér rosalega vel enda hef ég staðið mig vel í öllu því sem ég geri og í Hugarafli finnst mér gott að vera. Ég tek að mér ýmis verkefni lítil sem stór.

Mér finnst að opna mætti umræðuna um geðsjúkdóma hér á Íslandi. Geðsjúkdómar eru mjög miklir á Íslandi. Það liggur við að annar hver maður sé með geðraskanir og ekki bætir það málilð að niðurskurður er mikill í heilbrigðis geiranum. Mér persónulega finnst að hækka ætti launin hjá hjúkrunarfólki í geðheilbrigðiskerfinu. Það eru svo mörg áföll sem fólk á geðsviði lendir í.

Áföll eins og verða þegar fólk er inni á gjörgæslu verða oft til þess að fólk lendir í krýsum og fjölskylda, ættingjar og vinir vita ekkert hvað er í gangi. (aðstandendur).

Það þarf að eyða þessum fordómum svo að fólk sem er í þessari stöðu geti lifað með veikindum sínum. Og þetta á ekki að vera neitt leyndarmál eða skömm því það lenda allir einhvern tímann í áföllum í lífinu.

 Kveðja.

Ari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AriJosepsson

Höfundur

Ari Jósepsson
Ari Jósepsson

Hæ ég heiti  Ari Josepsson og er með Video maninu

Videoin min eru á youtube og ég er með mörg járn í eldinnum :)

Ég er landkönnuður og Leikari og svo má telja meira upp.

Búinn að ferðast um allar álfur heims og til margra landa og hef mikinn áhuga á landa fræði.

Alltaf haft gaman af landi og þjóð.

Elska Ísland og er búinn að læra það hvað við Íslendingar höfum það gott.

Miðað við önnur lönd.

Svo er ég bara ógeðslega skemtilegur :)

Áhugavert

Ný leitarstöð

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...9ari_963990
  • ...9ari_842947
  • ...star_842946
  • Miami
  • Ég elska hunda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 38987

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband