Eyþór íhugar þingframboð

Eyþór íhugar þingframboð Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Árborg, íhugar að gefa kost á sér á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir kosningarnar í apríl. Eyþór segir að hann taki ákvörðun á næstu dögum. „Það hefur ekki verið rætt um ákveðið sæti en í rauninni er allt opið." Eyþór bendir þó á að kjördæmisráð flokksins hafi ekki ákveðið hvaða leið verði farin við val á framboðslista flokksins. Árni Mathiesen fór fyrir Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu í þingkosningunum fyrir tveimur árum. Hann hefur líst því yfir að hann sækist eftir endurkjöri til Alþingis. Annar Árni hefur verið orðaður við oddvitasætið í kjördæminu en sá er Sigfússon og er bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Þá er óvíst hvað Árni Johnsen gerir en hann skipaði annað sæti á lista flokksins 2007. Rík krafa um endurnýjun Eyþór segir að meðal sjálfstæðismanna líkt og víða í samfélaginu sé rík krafa um endurnýjun og fjölbreyttara mannval á Alþingi „Í því samhengi líta margir til sveitarstjórnarmanna og þá er ekki óeðlilegt að fólk horfi til þeirra sem leiða lista í stærstu bæjarfélögunum í kjördæminu." Sjálfstæðisflokkurinn 2.0 Sjálfstæðismenn kjósa sér nýjan formann á landsfundi flokksins í mars. Mögulega verður þar kjörin ný forystusveit, að mati Eyþórs. „Þannig að það er ekki ólíklegt að það verði umtalsverð kynslóðaskipti. Sjálfstæðisflokkurinn 2.0." Bæjarfulltrúi síðan 2006 Eyþór sigraði prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Árborg fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2006. Hann sóttist eftir forystusæti á framboðslista sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum 2002 en dró sig til baka í þeirru fullvissu að Björn Bjarnason gæfi kosti á sér sem oddviti. Eyþór starfar nú sem framkvæmdastjóri Strokks Energy ehf.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ari minn, þú ert ekki enn á fesinu hjá mer, skil þetta ekki, við reinum áfram

Kristín Gunnarsdóttir, 16.2.2009 kl. 07:41

2 Smámynd: Ari Jósepsson

Já við reynum betur :)

Ari Jósepsson, 17.2.2009 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AriJosepsson

Höfundur

Ari Jósepsson
Ari Jósepsson

Hæ ég heiti  Ari Josepsson og er með Video maninu

Videoin min eru á youtube og ég er með mörg járn í eldinnum :)

Ég er landkönnuður og Leikari og svo má telja meira upp.

Búinn að ferðast um allar álfur heims og til margra landa og hef mikinn áhuga á landa fræði.

Alltaf haft gaman af landi og þjóð.

Elska Ísland og er búinn að læra það hvað við Íslendingar höfum það gott.

Miðað við önnur lönd.

Svo er ég bara ógeðslega skemtilegur :)

Áhugavert

Ný leitarstöð

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...9ari_963990
  • ...9ari_842947
  • ...star_842946
  • Miami
  • Ég elska hunda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband