16.2.2009 | 02:43
Eyþór íhugar þingframboð
Eyþór íhugar þingframboð Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Árborg, íhugar að gefa kost á sér á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir kosningarnar í apríl. Eyþór segir að hann taki ákvörðun á næstu dögum. Það hefur ekki verið rætt um ákveðið sæti en í rauninni er allt opið." Eyþór bendir þó á að kjördæmisráð flokksins hafi ekki ákveðið hvaða leið verði farin við val á framboðslista flokksins. Árni Mathiesen fór fyrir Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu í þingkosningunum fyrir tveimur árum. Hann hefur líst því yfir að hann sækist eftir endurkjöri til Alþingis. Annar Árni hefur verið orðaður við oddvitasætið í kjördæminu en sá er Sigfússon og er bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Þá er óvíst hvað Árni Johnsen gerir en hann skipaði annað sæti á lista flokksins 2007. Rík krafa um endurnýjun Eyþór segir að meðal sjálfstæðismanna líkt og víða í samfélaginu sé rík krafa um endurnýjun og fjölbreyttara mannval á Alþingi Í því samhengi líta margir til sveitarstjórnarmanna og þá er ekki óeðlilegt að fólk horfi til þeirra sem leiða lista í stærstu bæjarfélögunum í kjördæminu." Sjálfstæðisflokkurinn 2.0 Sjálfstæðismenn kjósa sér nýjan formann á landsfundi flokksins í mars. Mögulega verður þar kjörin ný forystusveit, að mati Eyþórs. Þannig að það er ekki ólíklegt að það verði umtalsverð kynslóðaskipti. Sjálfstæðisflokkurinn 2.0." Bæjarfulltrúi síðan 2006 Eyþór sigraði prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Árborg fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2006. Hann sóttist eftir forystusæti á framboðslista sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum 2002 en dró sig til baka í þeirru fullvissu að Björn Bjarnason gæfi kosti á sér sem oddviti. Eyþór starfar nú sem framkvæmdastjóri Strokks Energy ehf.
Um bloggið
AriJosepsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Video Frá mér
- Video of me Video of me
- Youtube video-in mín Video of me
- ToppListinn Vefsvæði
Bloggvinir
- annabjo
- flinston
- asdisran
- birgitta
- birnast
- gattin
- tilfinningar
- eurovision
- eyglohardar
- ea
- gesturgudjonsson
- eddabjo
- gudnym
- topplistinn
- gydadrofn
- heimssyn
- hildurhelgas
- don
- hugarafl
- id
- joik7
- joninaottesen
- kiza
- engilstina
- kristjanhm
- bestalitla
- mode
- morgunbladid
- omarragnarsson
- ragnar73
- sigvardur
- sveinneh
- stormsker
- vefritid
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ari minn, þú ert ekki enn á fesinu hjá mer, skil þetta ekki, við reinum áfram
Kristín Gunnarsdóttir, 16.2.2009 kl. 07:41
Já við reynum betur :)
Ari Jósepsson, 17.2.2009 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.