29.9.2011 | 15:05
Misnotkun og Einelti
Ég man eftir því þegar ég var 6 ára hvað allt blómstraði hjá mér.
Ég var að byrja í Skóla og fann ligtinna af haustinnu og beið í röð eftir að komast inn.
Enn það breittist allt þegar Frændi minn þurfti að flytja inná okkur. Mamma og Pabbi voru að vinna og hann einn heima með okkur krakkanna. Hann tók mig fyrir. Hann sagði alltaf ef þú verður góður færðu nammi, ég var góður og ég mátti ekkert segja.
Ég átti rosalega góðan vin sem var samkynhneigður og við skildum hvort annað og ég sagði honum frá þessu með Frænda minn.Og við vorum 10 ára þegar Frændi minn misnotaði hann líka. Ég og Hann sögðum frá þessu. Enn það trúði einginn okkur. Enn krakkarnir í skólanum vissu af þessu enn þetta var svo mikil skömm og mér leið ílla að vera með vini mínum því hann var kominn út úr skápnum. Þá var ég alveg að sturlast og fann hvað hjartað og líkaminn var allur að hamast. Ég hélt að ég væri að deyja. Barnavernarstofnun tók frænda minn af heimilinnu. Og ég sá hann ekkert meir í 10 ár.
Enn ef ég á að halta áfram þá var ég misnotaður í æsku, og ekki var það betra að ég var líka lagður í einelti. Ég var farinn að vera lelegur í lærdómi og gat ekkert einbeit mér. Ég fékk alltaf 1-5 í einkunn og Skólinn fattaði ekkert. Það eru nú liðinn 24 ár.
Ég fór í rugglið og var staðnaður þar í 10 ár eða svo ég byrjaði snemma að drekka og reykja bara til að þóknast krökkunum í Skólanum. Ég vildi vera eitthvað númer líka.
Enn það tókst, þegar ég flutti til Grafarvog enn var samt í sama Skóla, ég þorði ekki að byrja í öðrum skóla því ég var orðinn 13 ára. Ég skrópaði alltaf og við vínkonur mínar fundum alltaf skemmtilegra að gera. Við vildum vera við sjálf og ekki láta einhvern Kennara segja okkur til. Þær björguðu mér þegar það var sem mest eineltið.
Í dag sé ég hvað var að, það var bara útaf því að ég var öðruvísi. Ég var hommi enn var ekki kominn útúr skápnum. Mér fannst það rosalega erfitt. Ég var farinn að huggsa um að fyrirfara mér. Enn ég gat það ekki því ég elskaði Mömmu svo heitt og Pabba og systkynin mín.
Ég byrjaði að vinna frekar snemma og var hörkuduglegur hjá Ármansfelli og svo var það IAV. Var þar í 5 ár. Það kom samdráttur, og ég tók allt orlofið og seldi bílinn minn og var bara feginn að vera laus við að vinna, þetta reddast ég fæ vinnu eftir 3 mánuði.
Ég ætlaði skoh að nota sumarið til að djamma feitt og skemta mér. Ég var farinn að vera svolitið lauslátur á þessum tíma og var skotin í einum, enn ég varð alltaf að vera fullur. Ég þorði ekki að horfast við veruleikann. Ég var orðinn háður E döflum og öllu enn einhvernveginn kom ég mér uppúr því. Einn daginn var ég kominn á botninn og brotnaði niður og var ekki heill heilsu. Mér var bara gefin lyf og var hjá sjálfræðingum og geðlæknum, svo sagði sjálfræðingurinn mér frá Hugarafli og ég fór inná Teig í meðferð og var edrú í 7 mánuði og lífið var yndislegt. Ég var svo lífsglaður og hamingjusamur með sjálfann mig. Og er enn í Hugarafli í dag.
Ég var farinn að heyra ímsar sögur og sögur sem systkynin mín sögðu mér um mig.
Þau tóku því svo ílla hvernig fólk var að tala ílla um mig. Mér fannst það allt í lagi.
Þetta eru bara sögusagnir þið þurfið ekkert að taka þessu ílla. OK ég er hommi og ég er þetta og hvað með það. Mér var alveg sama hvernig fólk var að tala um mig, ég var hvort eð er vanur þessu. Ég var farinn að drekka á hverjum degi enn samt aldrei þunnur eða neitt. Ég fékk mér bara afréttara í staðinn. Vínkona systur mínar sögðu mér að vinur minn væri orðin Kona ég fékk sjokk og hann hefði fyrirfarið sér í Svíðþjóð og fór framm af 16 hæða blokk. Ég fann eingar tilfinningar. Ég var dofinn.
Ég var svolitið afbriðissamur að hann væri búinn að enda líf sitt. Ég var farinn að fá þráhyggju um að fyrirfara mér. Ég var svo reiður á þessum tíma það mátti einginn segja neitt íllt um neinn þá klikkaðist ég. Ég var skoh með skapið hennar Mömmu.
Það leyndi sér ekkert. Ég var og ég er svo rosalega kvatvís og beinskeyttur.
Þegar Mamma dó árið 2009 þá var ég svo rosalega reiður útí frændfólkið mitt. Og afhverju gátu þið ekki tekið Fræna minn að ykkur og sagði þeim að hann hafi lamið mig og misnotað mig, þau voru brjáluð að heyra þetta og trúðu mér ekki. Nema 2 frænkur mínar sem eru þó í einhverju sambandi við okkur systkynin. Ég var farinn að taka töflur til að fyrirfara mér og var farinn að fikra mig áfram og hætti ekki þó ég hafi lent á Gjörgæslu 4 sinnum. Ég var alltaf ótrúlega heppinn eða óheppinn ég svaraði alltaf símanum og þá var vinur minn, er ekki allt í lagi, ég man ekki meir.
Pabbi lenti svo inná Borgarspítala árið 2010, hann fékk 3 blóðtappa sem gengu til baka og hann er heilabilaður í dag og ég fæ mikinn stuðning frá honum þó hann skilji mig ekki. Ég er að glíma við Geðraskanir núna. Og ég hef Pabba að núna.
Ég get þó talað við hann og tek video blogg um hann. Hann er kominn inná stofnun núna. Ég hef ekki verið neitt rosalega virkur í Hugarafli neitt rosalega enn ég mæti þó. Og hef kynnst rosalega skemmtilegu fólki sem ég elska og get talað við. Við skiljum hvort annað og það er svo mikilvægt því Læknar skilur mann ekki eins.
Ég veit ekki enn ég er eins og frjáls andi núna og mér líður rosalega vel og er meðvitaður um allt. Núna get ég verið edrú og hitt fólk sem ég gat ekki. Núna er ég tilbúinn að takast á við raunveruleikan eins og hann er.
Mér finnst eins og ég verði alltaf sterkari með hverjum degi og vona að þessi grein geti hjálpað öðrum. Sem er kanski ekki tilbúin/n að takast á við lífið. Lífið er yndislegt og ég tala nú ekki um annað hvað fólk er farið að opna sig og alveg ófeimið.
Takk fyrir mig kv Ari Josepsson
Um bloggið
AriJosepsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Video Frá mér
- Video of me Video of me
- Youtube video-in mín Video of me
- ToppListinn Vefsvæði
Bloggvinir
- annabjo
- flinston
- asdisran
- birgitta
- birnast
- gattin
- tilfinningar
- eurovision
- eyglohardar
- ea
- gesturgudjonsson
- eddabjo
- gudnym
- topplistinn
- gydadrofn
- heimssyn
- hildurhelgas
- don
- hugarafl
- id
- joik7
- joninaottesen
- kiza
- engilstina
- kristjanhm
- bestalitla
- mode
- morgunbladid
- omarragnarsson
- ragnar73
- sigvardur
- sveinneh
- stormsker
- vefritid
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.