Minningargrein

Elsku mamma ég hugsa stöðugt um þig og mér finnst lífið vera svo ótrúlega tómlegt án þín. Mér finnst allt svo skrítið og breytt eftir að þú fórst. Ég veit að þú vilt að við séum sterk eins og þú varst og þú varst svo duglega að fara eitthvað með okkur krakkana í sunnudagsbíltúra og þá var alltaf farið í Suðurver og keyptur kjúklingur. Þú elskaðir að vera í sumarbústöðum og kunnir best við þig í heita pottinum með öll barnabörnin hjá þér. Þú varst mikill húmoristi og við áttum margar ánægjustundir þar sem við hlóum mikið saman. Ég á svo margar skemmtilegar minningar sem ég mun ávalt geyma í hjarta mínu. Þú varst kraftaverki líkust og þín skemmtilega persóna.

Þegar einhver fór á bak við þig varst þú virkilega reið og enginn (systkyni þín) þorði að tala við þig og þú vars rosalega ákveðin og rosalega þrjósk ef þér fannst eitthvað misfarast gafstu ekki eftir og hélst þínu striki gafst ekkert eftir.

Mamma mér finnst svo ótrúlegt að þú sért dáin svona ung og svona skyndilega þó svo að við höfum innst inni vitað að svona færi eftir veikindin sem þú gekkst í gegnum. Lífskrafturinn þessa síðustu stundir á spítalunum lýsir þér svo vel og það var svo sárt að horfa á þig og geta ekki hjálpað þér eins og vanalega. Þú varst varst ótrúlega sterk og svo þrjósk að þú ætlaðir ekki að gefa eftir og vildir fara heim. Þú fékkst líka að vera heima eins lengi og hægt var þar sem þú vildir helst vera með okkur krökkunum og barnabörnunum sem þú elskaðir svo mikið. Ég man hvað þú varst stolt þegar Bjarki fæddist og þú hefur alltaf viljað hafa hann hjá þér. Hann var líka svo háður þér og kemur til með að sakna þín mikið. Við gerðum öll svo margt saman og minningarnar eru svo margar. Þú varst svo dugleg að fara með okkur í sunnudagsbíltúra allir settir í bað áður og við Beggi greiddir til hliðar. Þá var oft farið niður á bryggju eða farið í Suðurver og keyptur kjúklingur sem þér þótti svo góður. Þú elskaðir að fara í sumarbústaðaferðir og vildir helst vera í heitapottinum allan tíman með krakkana í kringum þig. Þú varst mikill húmoristi og við hlóum öll mikið sama. Minningarnar eru svo margar og þeim gleymum við aldrei. Þú varst sterkur persónuleiki og stóðst á þínu. Þú þoldir ekki óréttlæti og fals og ef einhver fór á bak við þig varðst þú virkilega reið þannig að þeir sem í hlut áttu þorðu ekki að tala við þig og þú gafst ekkert eftir. Við vorum alltaf svo góðir vinir og gátum alltaf talað saman. Ég veit að ég var ekki alltaf auðveldur en þú fyrirgafst mér alltaf og við sættumst. Mamma ég hugsa stöðugt um þig og finnst vera tómlegt og skrítið hérna án þín. Ég mun aldrei gleyma þér og þeim minningum sem ég á. Við munum standa þétt saman og hugsa vel um pabba eins og ég veit að þú hefðir viljað. Ég veit að þú verður alltaf hjá okkur og vakir yfir okkur og barnabörnunum þínum.

Þinn sonur Ari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

AriJosepsson

Höfundur

Ari Jósepsson
Ari Jósepsson

Hæ ég heiti  Ari Josepsson og er með Video maninu

Videoin min eru á youtube og ég er með mörg járn í eldinnum :)

Ég er landkönnuður og Leikari og svo má telja meira upp.

Búinn að ferðast um allar álfur heims og til margra landa og hef mikinn áhuga á landa fræði.

Alltaf haft gaman af landi og þjóð.

Elska Ísland og er búinn að læra það hvað við Íslendingar höfum það gott.

Miðað við önnur lönd.

Svo er ég bara ógeðslega skemtilegur :)

Áhugavert

Ný leitarstöð

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...9ari_963990
  • ...9ari_842947
  • ...star_842946
  • Miami
  • Ég elska hunda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband